Um vefinn

Þessi vefur er hannaður af Stefnu og starfsfólki Menntaskólans á Akureyri og unninn upp úr skrám um listmuni. Henni fylgja ljósmyndir, sem upphaflega voru gerðar sem skyndimyndir, svo þekkja mætti verkin. Myndirnar verða lagfærðar eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Eins verða færðar inn breytingar eins og ný verk sem skólanum áskotnast, ef verk eru færð til og svo framvegis.

Með hnöppum á forsíðunni er hægt að velja nokkra flokka.

  • Málverk er stærsti flokkurinn og þar eru að meginstofni olíumálverk, landslags- og mannamyndir.

  • Önnur myndverk er flokkur þar sem finna má vatnslitamyndir, alls konar grafik og þrykk, svo og ljósmyndir.

  • Skúlptúrar er flokkur höggmynda og alls kyns þrívíddarverka. Þar eru brjóstmyndir, lágmyndir og fleiri verk af því tagi, gifsmyndir, eirafsteypur og fleira svo og timburverk.

  • Annað er flokkur sem nær yfir nytjalist af ýmsu tagi svo og listmuni aðra sem skólinn hefur eignast.

Sé smellt á einhvern þessara flokka eiga að birtast myndir og upplýsingar, meðal aldur verka, hvernig þau eru gerð, hvenær þau koma í safn skólans, hvort þau eru gjafir og svo framvegis. Mestu skiptir að listmunir skólans eru nú sýnilegir.