Vefurinn og verkin

Tæknin gerir okkur kleift að njóta margs í lífinu án þess að þurfa að vera á staðnum. Myndasafn á vef er aldrei myndirnar sjálfar heldur myndir af myndum, og það er oftast ekki nema hálf sagan. Að njóta listar er umfram allt að líta verkið sjálft eigin augum, finna fyrir návist þess, þreifa á því ef má, en það má sjaldnast nema um skúlptúra er að ræða. Vefmyndasafn veitir okkur innsýn í listaheiminn og leyfir okkur að kynnast því sem safnið hefur að bjóða.

Nú er það svo að ekki eiga allir leið um skóla eða skrifstofur, en langi einhvern til að skoða nánar einhver verk sem hér eru, er einfaldast að hafa samband við skólameistara eða skrifstofu skólans og skipuleggja þannig stefnumót við listaverkið.